Steintegundir, frˇ­leikur
Kristallar
Lřsing

Ametyst

Þessi fallegi steinn hefur verið vinsæll síðan á fornöld. Forn-Egyptar mátu steininn mikils og notuðu hann í skartgripagerð. Forn-grikkir trúðu því að ametyst kæmi í veg fyrir ölvun, bjuggu til drykkjarílát úr steininum. Heilunarfræðingar segja að amethyst framleiði meiri bjartsýni, drauma og lífsgleði. Þeir eru einnig sagðir hafa jákvæð áhrif á svefnleysi, mígreni og stress. Steininn er að finna í Brasílíu, Úrúgvæ, Mexíkó, Ástralíu og á Íslandi.

Ametyst er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Fiskunum.

Er til sem innigosbrunnar, lampar, teljós, kristallar, englar, steinhjörtu og fleira.Agat

Þessi steinn myndast í djúpum sérstakra eldfjallalandslaga. Í fornöld var hann notaður til að skreyta föt og fylgihluti. Agat kætir og kemur í veg fyrir neikvæða hluti. Hann á einnig að styrkja viljakraftinn. Steinninn er líka sagður koma í veg fyrir húðsjúkdóma, augnvandamál, nýrnasjúkdóma og íþróttameiðsl.

Agat finnst í Þýskalandi, Mexíkó, Brasilíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og á Íslandi.

Agat er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Meyjunni.Aventurín

Hefur jákvæð áhrif á vandamál á borð við taugaveiklun, stress og svefntruflanir Aðstoðar við að losna við áhyggjur og óþarfa hugsanir. Vörn gegn hjartaáföllum og æðakölkun. Linar bólgur, sólbruna og sólsting.

Aventurín kemur frá Zimbabwe og Indlandi.

Aventurín er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Krabbanum.Aragonít

Eflir vöxt og frama. Steinninn er sagður hjálpa til við að ná að lifa samkvæmt vonum og draumum. Hann hefur hvetjandi og mótandi áhrif og hjálpar til við að viðhalda einbeitingu undir miklu álagi. Hjálpar við vandræðum í maga, þörmum og liðum.

Aragónít kemur frá Kína, en finnst einnig á Íslandi.

Amazonít

Hjálpar manni að ná markmiðum sínum. Á að koma jafnvægi á mjög tilfinningaríkt og hjartnæmt fólk. Jafnar samspil vitsmuna, gáfna og innsæis. Kemur jafnvægi á efnaskiptin, jafnar heilastarfsemina og innvortis líffæri, slævir óstyrka og auðveldar barnsburð.Bergkristall

Í þúsundir ára hefur bergkristallinn þjónað hlutverki skartgripa, lukkugripa og heilunargripa. Samkvæmt fornri trú eru kristalar náttúrulegur uppruni orku. Bergkristallinn gefur sál, huga og líkama styrk og er sagður hafa hreinsandi og læknandi áhrif á hjartað og æðakerfið. Bergkristall er einnig sagður koma í veg fyrir bakverki, höfuðverki og beinverki.

Bergkristallinn finnst í Ölpunum, Brasilíu, Madagaskar og Bandaríkjunum. Einnig er hægt að finna steininn á Íslandi.

Bergkristall er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Ljóninu.

Baggalútur

Íslenskir kúlulaga steinar, gjarnan samvaxnar kúlur, síamssteinar, og jafnvel þrír saman. Finnast oftast í líparíti. Eru oftast gráir á Austurlandi og þá gjarnan holir að innan. Á Vesturlandi er algengara að þeir séu rauðbrúnir.

Ef þeir eru þrír saman voru þeir fyrr á árum kallaðir blóðstemmusteinar og höfðu lækningarmátt. Ljósmæður og barnshafandi konur báru þá til að minnka blæðingar við barnsburð. Tveir saman voru þeir kallaðir hreðjasteinar, væntanlega út af löguninni. Baggalútur á að auka velgengni og vernda fólk. Virkar vel á blóðrásina og blóðbúskapinn.Citrín

Gefur hugrekki til að sjá lífið eins og það er, og eykur lífsgleði. Hjálpar við sjálfskoðun og þunglyndi. Hjálpar við að skilja og takast á við ólíklegustu uppákomur. Steinninn er góður fyrir taugarnar, magann, miltað og brisið. Citrín kemur frá Brasilíu en finnst einnig í litlu mæli á Íslandi.

Cítrin er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Voginni.Kalsedón

Steinninn færir gleði af litlu tilefni, styður ánægju og gaman. Færir stöðuleika í hugsunum og athöfnum, aðstoðar við að finna einfaldar lausnir. Hann er hjálp við veikri blóðrás, lagar meltingu og niðurbrot fæðu. Kalsedón finnst á Íslandi og ber einnig nöfnin draugasteinn og glerhallur. Blár kemur hann frá Namibíu.

Kalsedón er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Bogmanninum.Dalmatíusteinn

Dalmatíusteinninn stuðlar að eflingu og samhæfingu heilsubætandi þátta. Hann hvetur mann til áætlunargerðar, að hugsa um hvern möguleika sem getur komið upp og fylgja svo áætluninni eftir af krafti. Steinninn styrkir einnig taugarnar og eflir viðbragðið.

Dalmatíusteinninn kemur frá Mexíkó.Flint/Eldsteinn

Skilningssteinninn. Logn og ró. Eldsteinninn hvetur til samskipta og styrkir hæfileikann til að hlusta á skoðannir annara. Hann styrkir starfsemi slímhimna, lungna, hörunds og þarma. Steinninn vinnur með fíkniefnameðferð og hjálpar gegn harðlífi og niðurgangi.Fálkaauga (blátt Tígrisauga)

Á að veita manni yfirsýn og varaforða af orku. Hjálpar við feimni og innri óróleika. Einnig gerir hann manni auðvelt að hafa yfirsýn við flóknar aðstæður og hjálpar við að taka erfiðar ákvarðanir. Fálkaauga léttir þjáningar og virkar sem hjálp við skjálftaköstum og hormónaofvirkni.

Fálkaauga kemur frá Suður-Afríku.Fluorít

Lausn úr ánauð og einbeiting. Hjálp til stöðuleika í stað geðshræringar og til að fá innri frið. Aðstoðar við lærdóm og skipulag hans, víkkar minnið. Hjálp við ofþyngd sökum rangs mataræðis. Hjálp við bólgum og ígerð í sárum.

Flúorít kemur frá Kína en finnst einnig á Íslandi.Fuchsit (grænn glimer)

Sjálfsvarnarsteinn. Hjálpar við að setja takmarkanir og við óvæntum og óþægilegum uppákomum. Hjálpar við að koma auga á vandræði úr fjarlægð og að leysa þau. Hjálp gegn ofnæmi, bruna og áhrifum af reyk.Girasol (Opal calcedony)

Fyrir úrlausn og frjálsræði. Losar ólgu og óróa. Leysir óánægju sökum niðurbældra tilfinninga og áhrifa þeirra á hugann. Eykur meðvitund um óskir og þarfir. Losar um spennu og bólgur í sogæðakerfinu.

Girasol er glær stein og er til slípaður.

Hematít / Blóðsteinn

Kallast blóðsteinn á íslensku vegna þess að hann rispar rauðu.

Er til í stykkjatali, sem hálsmen, armbönd og fl.Howlít hvítt

Sjálfstæðissteinninn. Kennir þér að taka stjórn á lífi þínu. Hvetur til stöðugs aðhalds á aðgerðum okkar. Kemur á stöðugleika. Steinninn hjálpar gegn ógleði og linar kláða í húð sökum snertingar við ertandi efni.

Howlith kemur frá Zimbabwe.Jaspis

Jaspis er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Hrútnum.

Jaspis finnst í töluverðu mæli á Íslandi.

Jaspis/gult

Þolgæði og varanleiki. Steinninn styður seiglu, þrautseigju og þol. Hjálpar til við úrvinnslu á fyrri reynslu. Byggir upp stöðuga og langvinna vörn. Lagar meltingu, byggir upp og styrkir sinar og krossbönd. Kemur frá Suður-Afríku.Jaspis/rautt

Hugarorka. Gerir mann hugrakkan, kjarkmikla og virka. Gefur orku. Veitir hugrekki til að takast á við óþægilega hluti og heldur andanum vakandi. Hitar og fjörgar blóðrennslið, jafnar hringrás blóðsins. Vörn gegn hita. Kemur frá Suður-Afríku.

Jade hvítt

Eflir hugann og tilfinningalegt jafnvægi og veitir manni visku og þroska til að verða réttlátari og kærleiksríkari manneskja. Eykur heppni í ástum.

Krosssteinn/Chiastolite

Kemur meðal annars frá Andalúsíu og Kína. Sagður hjálpa fólki til að virkja köllun þess í lífinu. Hjálpar manni til að komast yfir hræðslu og sektarkennd. Eflir raunveruleikaskynjun og alvöru lífsins. Minnkar hátt sýrustig, liðagigt og þvagsýrugigt. Hjálpar til við að draga úr örmögnun, veikleika og einkennum lömunar.

Krosssteinninn kemur frá Rússlandi, Andalúsíu og Kína.Karneol

Karneól er góður fyrir sjálfsálitið og þar með eykur hann lífsgleði og hamingju og stuðlar að tilfynningahita.

Hjálpar til við hugleiðslu.

Karneol er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Sporðdrekanum.

Karneol kemur frá Indlandi.Kalsít

Kalsít á að hafa jákvæð áhrif á bein, vöðva og á hann að vera með slakandi áhrif. Hann hjálpar gegn svefnleysi, martröðum og gefur meira innsæi.

Kalsít kemur frá Sviss, Þýskalandi, Ítalíu, Tyrklandi, Mexíkó, Perú og Kína.

Í Steinastein eru til ýmis afbrigði af kalsít ss. Hunangskalsít (sykurberg), eldkalsít, appelsínukalsít, grænt og blátt kalsít. Er til sem innigosbrunnar, teljós, ýmsir smáhlutir eða eftir vigt.Kyanít

Ljósblár, eins og glerjaður viður. Hvetur heiðarleika og einstaklingseðli. Hjálpar til að viðhalda sjálfstæði undir álagi. Losar um ótta við að missa geðheilsuna. Er vörn gegn sýkingum. Linar sársauka, minnkar bólgur og þrota. Góður fyrir taugar og húð.Magnesít blátt

Sveigjanleiki. Hjálpar mönnum að sýna meiri sveigjanleika, án þess að leggja árar í bát, róar stress. Hvetur til þess að hreinlega láta hluti taka sína stefnu án þess að gera mikið úr hlutunum. Hjálpar við afeitrun, við að fara í súrt skap, losar spennu og krampa.

Magnesít kemur frá Zimbabwe.Onyx

Í sköpunarsögunni er sagt frá því að úr paradís renni fljót sem vökvar Eden. Það kvíslast og verður að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson. Hún fellur um allt landið Havíla þar sem gullið fæst. Gull þess lands er hreint. Þar eru bedólat og onyxsteinn.

Sú steintegund er sögð geta stuðlað að taktbundnum þroska og frelsi einstaklingsins. Á að skapa meiri ró, frelsi og tilfinninganæmni. Skapar sveigjanleika og færir frið, skapar jafnvægi fyrir athafnagleði. Hjálpar til í vandræðum tengdum lifur, gallblöðru, brjósklosi og liðamótum.

Onyx kemur frá Indlandi og Mexíkó. Onyx finnst á Íslandi.

Onyx er happasteinn þeirra sem fæddir eru í stjörnumerkinu Steingeitinni.

Pírit/Glópagull

Hæfileikinn til endurspeglunar. Brýnir þrautseiglu til að leita að lausninni á meðan vandamálið er skoðað. Styður það innsæi að hlutir sem eru að trufla okkur, eru einnig að styðja okkur í öðru. Hjálpar við að skýra ruglingslega sjúkdómsgreiningu og koma fram með raunverulega ástæðu einkennana.

Til bæði fínkorna og grófur, finnst á Íslandi (brennisteinskís).

Til sem sýnishorn sem seld eru eftir vigt.Reykkvartz

Slökunarsteinn. Losar um spennu og hjálpar gegn stressi. Eykur skynsamlega rökrétta og hagsýna hugsun. Hjálp við höfuðverk, viðkvæmum öxlum og baki, minnkar verki og styrkir taugarnar.

Er sagður hafa hemjandi áhrif á alkahólisma.

Reykkvarts kemur frá Namibíu en finnst einnig á Íslandi.Rósarkvarts

Steinn ástarinnar/kærleikssteinninn. Samkvæmt fornum trúarbrögðum komu guðirnir Cupid og Eros með steininn til jarðar. Hann er sagður vernda viðkvæmt fólk og opna fólk fyrir ástinni. Rósenkvarts á líka að vera góður gegn ástarsorg, kvíða og neikvæðum áhrifum rafbylgna.

Rósenkvarts finnst í Brasilíu, Namibíu, Indlandi, Kenía og Madagascar.

Rósenkvarts er happasteinn þeirra sem eru fæddir í stjörnumerkinu Nautinu.Rhyolite/Regnskóga-jaspis

Skýrir betur raunverulegar aðstæður og hjálpar við að sætta sig við raunverulegt ástand. Bægir frá flensu, kvefi og sýkingum.Saltkristall

Allir saltkristal lampar eru einstakir. Velferð okkar treystir á jafnvægi milli plús- og mínusjóna í umhverfi okkar. Sjónvörp, tölvur, sígarettureykur og óheilnæmt loft valda öll aukningu plúsjóna. Saltkristals lampar eru náttúruleg uppspretta mínusjóna sem jafnar þetta óheilnæma loft. Hitinn frá perunni eykur áhrifin. Aukning mínusjónanna hefur mjög góð áhrif á heilsu okkar og gefur loftinu aukinn ferskleika. Svif á rykögnum minnkar við þetta aukna jafnvægi í andrúmsloftinu.

Steinninn er sagður gagnast asmasjúkum og eru saltkristalsnámurnar notaðar í heilunarskyni, sem nokkurs konar ,,Bláa lónið” fyrir asmasjúka. Þeir fara niður í námurnar í einhverja tíma og eiga betur með öndun á eftir. Saltkristallinn kemur frá Himalaya-fjöllunum.

Er til sem lampar í fjöldamörgum stærðum og gerðum, sem teljós, steinar, baðsalt og fleira.Selenít

Selenít slær á taugaæsing og minnkar ofvirkni. Hann virkar sem vernd gegn því að maður missi stjórn á sér, hjálpar við að halda aftur að sér. Selenít hjálpar við ákvörðunartökum og eykur skilning á eigin hegðunarmynstri. Einnig gerir steinninn liðamót sterkari og minnkar sársauka.

Selenít kemur frá Marokkó.

Er til sem innigosbrunnar, lampar, teljós og seldir einnig eftir vigt.Serpentín (Kína-jade)

Umhyggjusteinn. Serpentín minnkar stress og spennu og slær á geðvonskuköst. Steinninn eykur stuðning og sameiningu. Hann hjálpar við vöðvakrömpum, jafnar nýrnastarfsemi, bætir hátt sýrustig og dregur úr æðarkölkun.Sódalít

Sódalít stendur fyrir leitina að sannleikanum. Steinninn er sagður eyða sektarkennd og hjálpar fólki til að standa á eigin fótum. Hann hvetur hugsjónastefnu og leitina að sannleikanum. Sódalít hjálpar við hæsi og raddmissi, hita, umframþyngd og háum blóðþrýstingi.

Sodalít kemur frá Brasílíu.

Sódalít er happasteinn þeirra sem eru í stjörnumerkinu Bogmaður.Sandrós

Kemur frá Sahara , steindur eyðimerkur-sandur.

Er til sem sýnishorn sem seld eru eftir vigt.Snjóflikrusteinn/Obsidian

Hrekur burtu hræðslu og tilfinningalokanir. Eykur blóðstreymi, hitar upp hendur og fætur, aðstoðar sár við að gróa.

Snjóflikrusteinninn kemur frá Mexíkó.

Er til sem ýmsir skrautmunir, ss. hálsmen, höfrungar, steinhjörtu, höfrungar. Einnig sem stakir slípaðir steinar eða í kílóavís.


Ver­ kr.
Mynd/ir